Authors
Guðmundur Hálfdanarson
Publication date
2006
Publisher
Plus-Pisa University Press
Description
Áhyggjur af stöðu íslenskunnar voru áberandi í fréttum í byrjun árs 2006, en þá var því spáð tungan myndi að öllu óbreyttu hverfa á næstu hundrað árum. Þessi umræða ber vott um mikilvægi íslensks máls fyrir þjóðarvitund á Íslandi, en þrátt fyrir að íslensk náttúra sæki á sem helsta tákn fyrir íslenska þjóð, þá er tungumálið enn í forgrunni þegar þjóðin er skilgreind. Að hluta til bera þessar umræður vott um alþjóðlegar áhyggjur af stöðu “smærri” mála nú á tímum hnattvæðingar, en þær eiga þó ekki síður rætur í íslenskri þjóðmálaumræðu síðustu tveggja alda. Í upphafi 19. aldar tóku menn eins og Tómas Sæmundsson og Jón Sigurðsson að nota tungumálið í pólitískum tilgangi, þ. e. hugmyndin um að íslenskan væri ein elsta og göfugasta tunga Evrópu var nú notuð sem röksemd fyrir sjálfstæði íslenskrar þjóðar. Þessi hugmynd endurspeglar sigur þjóðernisstefnunnar í nágrannalöndunum, ekki síst í Danmörku, þar sem hugsjónir heimspekinga á borð við Þjóðverjana Jóhann Herder og Jóhann Fichte leiddu til þess að hið danska konungsríki breyttist smám saman í þjóðríki. Í umræðunni nú má greina merki um þessar gömlu áherslur í skoðunum manna um tunguna, sem sýna að hugsjónir sjálfstæðisbaráttunnar lifa góðu lífi í nútímanum.
“The foundations of [our] language are cracking,” the leading daily newspaper in Iceland, Morgunblaðið, declared recently in a frontpage headline. The article described a conference held in Reykjavík the day before, where a group of concerned citizens discussed the conditions and future of the Icelandic language in the era of globalization. According to the reporter, the speakers at the conference were alarmed by the …
Total citations
2011201220132014201520162017201820192020202120222023122325162451