Authors
Rögnvaldur J Sæmundsson, Örn D Jónsson
Publication date
2010/12/15
Journal
Tímarit um viðskipti og efnahagsmál
Volume
7
Issue
2
Pages
61-74
Description
Við upphaf 21. aldarinnar var Ísland eitt opnasta þjóðríki í heimi, vel menntuð þjóð með fjölþætt greinabundin tengsl og góðan aðgang að erlendu fjármagni. Tæplega tíu árum síðar hrynur íslenska bankakerfið og fjölmörg stærstu fyrirtæki landsins verða gjaldþrota. Í þessari grein eru kenningar Schumpeters, Kirzners og Baumols um frumkvöðulinn og hlutverk hans notaðar til að fjalla um hvernig aukin færni til nýsköpunar, opnun erlendra markaða og einkavæðing leiðir ríka þjóð inn í alþjóðlegt hagkerfi með ófyrirséðum afleiðingum. Spurt er hvort endurskapa megi aftur þær hagfelldu forsendur sem til staðar voru í upphafi aldarinnar og vinna að því að atvinnulífið leiti í farveg sem er happadrjúgur fyrir íslenskt samfélag. Niðurstaðan er sú að það sé hægt takist að hlúa að þeim sérhæfðu nýsköpunarfyrirtækjum sem haldið hafa velli og byggja upp nýsköpunardrifið hagkerfi. Til þess þarf að gera breytingar á …
Total citations
Scholar articles
RJ Sæmundsson, ÖD Jónsson - Tímarit um viðskipti og efnahagsmál, 2010